Fyrirtæki loka fyrr vegna veðurs
Landsbankinn og Sporthúsið loka fyrr
Öllum útibúum Landsbankans hefur verið lokað vegna yfirvofandi veðurs. Í Reykjanesbæ var skellt í lás núna kl. 12 á hádegi og bankinn opnar ekki aftur fyrr en kl. 09 í fyrramálið.
Einar Hannesson útibússtjóri í Reykjanesbæ sagði um samræmda aðgerð að ræða.
Sporthúsið lokar fyrr
Einhver fyrirtæki loka einnig sökum veðurs en við munum flytja fréttir af því hér .
Sporthúsið á Ásbrú í Reykajnesbæ lokar klukkan 16:00 í dag sökum veðurs, en eins og kunnugt er spáð ofsaveðri þegar líður á daginn og hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi um land allt.
Í tilkyningu frá Sporthúsinu segir: „Að sjálfsögðu setjum við öryggi starfsmanna og viðskiptavina í forgang og tökum enga áhættu við aðstæður sem þessar. Gætið þess að fara varlega og vera komin tímanlega á áfangastað.“
Á fundi Almannavarnarnefndar í hádeginu var ákveðið að loka öllum stofnunum í Reykjanesbæ frá kl. 18 í kvöld. Einnig mun það gilda um strætó.
Búið að fresta bikarleikjum kvöldsins í körfubolta en leika átti í Powerade-bikar karla.
Nýr leikdagur leikjanna er á morgun þriðjudag kl. 19.15.
8. desember Keflavík-Valur kl. 19.15
8. desember Hamar-Njarðvík kl. 19.15