Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirtæki gáfu góðgæti í framlínuna og á dvalarheimili aldraða
Laugardagur 28. mars 2020 kl. 10:01

Fyrirtæki gáfu góðgæti í framlínuna og á dvalarheimili aldraða

Það mæðir mikið á framlínustarfsfólki þessa dagana. Fyrirtækið Skólamatur í Reykjanesbæ færði starfsfólki HSS, Lögreglunni og Brunavörnum Suðurnesja hressingu. „Þakklætisvottur fyrir að standa alltaf vaktina fyrir okkur öll. Takk og gangi ykkur vel,“ segir á Facebook síðu Skólamatar.

Fleiri fyrirtæki hafa verið að gera góða hluti. Allt hreint fór með drykki og súkkulaði á nokkra staði. Halldór Guðmundsson, eigandi fyrirtækisins segir að farið hafi verið með þennan glaðning í lögreglustöðvar, heilsugæslur og á dvalarheimili eldri borgara. „Svo var þetta svo gaman að við fórum í Góu og keyptum 1120 páskaeggi sem við gáfum á tíu leikskóla í Reykjanesbæ. Þetta er gaman á erfiðum og skrýtnum tímum og við hvetjum önnur fyrirtæki að taka þátt,“ sagði Halldór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024