Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirtæki á Ásbrú bera saman bækur
Fimmtudagur 23. febrúar 2012 kl. 14:10

Fyrirtæki á Ásbrú bera saman bækur

Stjórnendur fyrirtækja á Ásbrú hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og efla tengslin milli fyrirtækja á svæðinu. Í morgun var komið að því að Atvinnuþróunarfélagið Heklan kynnti starfsemi sína fyrir öðrum aðilum sem eru starfandi á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það voru þær Dagný Gísladóttir og Björk Guðjónsdóttir hjá Heklunni sem tóku á móti gestum í morgun og kynntu þau verkefni sem atvinnuþróunarfélagið er að vinna að þessar vikurnar.


Auk verkefna í atvinnuþrónuarmálum og umsjón með vaxtar- og menningarsamningum fyrir Suðurnes, þá sér Heklan um frumkvöðlasetrið Eldey á Ásbrú. Þar er til útleigu bæði skrifstofuhúsnæði og smiðjur fyrir frumkvöðla og nýsköpun ýmiskonar.


Myndir: Frá kynningu á starfsemi Heklunnar í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi