Fyrirspurnir dynja á starfsfólki Glitnis
Síðan Glitnir var þjóðnýttur á mánudaginn sl. hefur starfsfólk útibúsins í Reykjanesbæ fengið margar spurningar frá viðskiptavinum.
Daglega berast tölvubréf frá viðskiptavinum, síminn stoppar ekki og margir leggja leið sína í bankann. Þjónustufulltrúar og annað starfsfólk hafa næg verkefni þessa dagana og reyna hvað þeir geta til að gera grein fyrir ástandinu. „Ástandið er ekki gott en það hafa allir viðskiptavinir okkar haldið ró sinni. Fólk kemur aðallega til að fá upplýsingar en er hrætt og veltur stöðunni fyrir sér eins og allir, “ sögðu starfsmenn Glitnis við blaðamann VF.
Mynd_VF/IngaSæm