Fyrirspurn á Alþingi um svæðisútvarp á Suðurnesjum
Í fyrirspurn til menntamálaráðherra um rekstur svæðisútvarps Ríkisútvarpsins sem lögð var fram á Alþingi í gær var ráðherra meðal annars spurður hvort hann hyggist beita sér fyrir því að svæðisútvarp verði starfrækt á Suðurnesjum og ef svo sé, hvenær megi vænta þess að slík stöð hefji útsendingar. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lagði fram fyrirspurnina.
Jón sagði í samtali við Víkurfréttir að hann leggi fram þessa fyrirspurn í framhaldi af útvarpsviðtali sem hann var í á dögunum hjá svæðisútvarpi Suðurlands, en þar hafði einkarekin útvarpsstöð verið rekin áður en svæðisútvarp Ríkisútvarpsins hóf útsendingar þar.
Jón segir að þegar útvarpsstöðin Brosið hætti sem starfrækt var á Suðurnesjum hafi mikið verið reynt að fá Ríkisútvarpið til að hefja rekstur svæðisútvarps á Suðurnesjum en ekkert gengið. „Það er staðreynd að íbúar þeirra landshluta þar sem svæðisútvarp er rekið hlusta á svæðisútvarpið og að mínu mati er rekstur slíks útvarps nauðsynlegur til að auka samkennd og svæðisvitund íbúanna.“
Jón segist alveg sjá það fyrir sér að unnt væri að reka samhliða svæðisútvarp á Suðurnesjum og á Suðurlandi. „Suðurkjördæmi nær yfir allt Suðurlandið og Suðurnesin og að mínum dómi yrði það mjög gott mál ef íbúar kjördæmisins alls gætu heyrt fréttir frá öllu svæðinu.“
Jón sagði í samtali við Víkurfréttir að hann leggi fram þessa fyrirspurn í framhaldi af útvarpsviðtali sem hann var í á dögunum hjá svæðisútvarpi Suðurlands, en þar hafði einkarekin útvarpsstöð verið rekin áður en svæðisútvarp Ríkisútvarpsins hóf útsendingar þar.
Jón segir að þegar útvarpsstöðin Brosið hætti sem starfrækt var á Suðurnesjum hafi mikið verið reynt að fá Ríkisútvarpið til að hefja rekstur svæðisútvarps á Suðurnesjum en ekkert gengið. „Það er staðreynd að íbúar þeirra landshluta þar sem svæðisútvarp er rekið hlusta á svæðisútvarpið og að mínu mati er rekstur slíks útvarps nauðsynlegur til að auka samkennd og svæðisvitund íbúanna.“
Jón segist alveg sjá það fyrir sér að unnt væri að reka samhliða svæðisútvarp á Suðurnesjum og á Suðurlandi. „Suðurkjördæmi nær yfir allt Suðurlandið og Suðurnesin og að mínum dómi yrði það mjög gott mál ef íbúar kjördæmisins alls gætu heyrt fréttir frá öllu svæðinu.“