Fyrirmyndarunglingar skemmta sér á árshátíð
Grunnskólarnir í Reykjanesbæ héldu vel heppnaðan árshátíðardansleik í Stapa í gær. Stuðsveitin Í Svörtum Fötum hélt uppi fjörinu fram á kvöld og voru ballgestir til mikillar fyrirmyndar.
Fyrr um daginn höfðu útskriftarnemendur skólanna haldið hátíðarmálsverð sem var með ýmsu sniði. Í Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla sáu foreldrar nemenda um matseld en í Holtaskóla var því öfugt farið.
Auk þess var boðið upp á frábær skemmtiatriði af öllum gerðum og var mál manna að afar vel hefði tekist til.
Meðfylgjandi myndir sýna glöggt hve kátt var á hjalla, en mun fleiri myndir má nálgast á heimasíðum skólanna.