Fyrirmyndarunglingar í Reykjanesbæ
Samræmdum prófum í grunnskólum Reykjanesbæjar lauk sl. miðvikudag.
Af því tilefni var Útideild Reykjanesbæjar að störfum í samstarfi við lögreglu en engin afskipti þurfti að hafa af ungmennum þetta kvöld sem voru til fyrirmyndar.
Útideild Reykjanesbæjar verður að auki með viðbúnað um helgina og vill minna á að útivistartími barna og ungmenna er hér sem segir:
Útivist barna 12 ára og yngri
Mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 frá 1. september til 1. maí og eftir kl. 22 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum.
Útivist barna 13-16 ára
Mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 frá 1. september til 1. maí og eftir kl. 24 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum.
Í báðum tilvikum er undanskilið bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Af vef Reykjanesbæjar