Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirmyndarunglingar á Landsmót Samfés
Föstudagur 4. október 2002 kl. 11:57

Fyrirmyndarunglingar á Landsmót Samfés

Föstudaginn 4. október heldur unglingaráð Fjörheima á Landsmót Samfés sem haldið er í Kópavogi. Á landsmótinu fer unglingaráð Fjörheima í einhverjar af eftirtöldum smiðjum; spuna- siglinga-, slagverks-, trúða-, taekwondo-, útvarp SamFés-, funkdans-, förðunar-, ungmennalýðræðis, söngleikja-, mósaík-, hár-, rímnaflæðis-, kvikmynda-, fatahönnunar- og eftirréttarsmiðja. Mikill spenna er hjá ráðinu að fara því margt er boði s.s. kvöldvökur á föstudags- og laugardagskvöld og galakvöldverður og ball á laugardagskvöldið.
Unglingaráð Fjörheima er skipað átta unglingum, tveimur fulltrúum úr hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ.Krafa um vissa fyrirmynd er gerð til þeirra er veljast til trúnaðarstarfa og forystu í Unglingaráð Fjörheima, m.a. skulu nemendur vera í 8. - 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar, þau skulu ekki reykja eða neyta áfengis og vímuefna og starf í unglingaráði má ekki koma niður á námi.

Unglingaráð Fjörheima er skipað eftirtöldum fyrirmyndarunglingum:
Lilju Karen Steinþórsdóttur og Helenu Júlíusdóttur, Heiðarskóla; Alexöndru Ósk Sigurðardóttur og Lindu Björg Jónsdóttur, Njarðvíkurskóla;
Jóhanni I. Hannessyni og Friðgerði R. Auðunsdóttur, Holtaskóla; Arnari Sigurjónssyni og Védísi Evu Guðmundsdóttur, Myllubakkaskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024