Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrirmyndar Ljósanæturskreytingar að Faxabraut 75
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 00:57

Fyrirmyndar Ljósanæturskreytingar að Faxabraut 75


Fyrirmyndarhjónin Hrafn og Helga að Faxabraut 75 í Keflavík taka virkan þátt í undirbúningi Ljósanætur í Reykjanesbæ. Þau hafa sett upp viðamiklar ljósaskreytingar á íbúðarhús sitt og í garðinum. Þar með hafa þau svarað kalli forsvarsmanna Ljósanætur um að íbúar Reykjanesbæjar taki fram ljós og lýsi upp hús og garða.


Það er reyndar nokkur jólabragur á upplýsta snjókarlinum í flaggstönginni en það verður þó að viðurkennast að skreytingarnar að Faxabraut 75 eru þær umfangsmestu a.m.k. á Faxabrautinni og þó víðar væri leitað í bænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndband sem sýnir skreytingarnar betur er væntanlegt hér á vf.is með morgninum sem hvatning til annarra bæjarbúa að feta í fótspor Hrafns og Helgu og setja upp myndarlegar ljósaskreytingar fyrir Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þangað til verða lesendur að gera sér þessar tvær ljósmyndir að góðu.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson