Fyrirlestur um skaðsemi vímuefna í Garði
Æskulýðs- og vímuefnanefnd Gerðahrepps ásamt foreldra og kennarafélagi Gerðahrepps stendur fyrir fundi í Samkomuhúsinu Garði, fimmtudaginn 13. nóvember nk kl: 20:30, þar sem aðilar frá Jafningjafræðslunni og Hinu húsinu koma og ræða um skaðsemi sniffs og vímuefna. Fyrirlesturinn er ætlaður nemendum í 7.-10. bekk, ásamt foreldrum þeirra. Fyrirlesturinn er einnig opin þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál betur.