Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirlestur um nýsköpun í aðalbyggingu Keilis í dag
Fimmtudagur 11. júní 2009 kl. 13:28

Fyrirlestur um nýsköpun í aðalbyggingu Keilis í dag

Ash Gupte, sem vann í fjölmörg ár hjá Intel Capital við að semja um samstarf við lítil frumkvöðlafyrirtæki heldur fyrirlestur um nýsköpun innan og utan stórra fyrirtækja í dag kl. 15 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.

Í fyrirlestrinum mun Ash fjalla um nýsköpun eins og hún á sér stað hjá stórfyrirtækinu Intel, byrjunina á frumkvöðlafjárfestinum Intel Capital, og loks reynslu hans af því að vera sjálfur frumkvöðull og takast þeim megin frá við stórfyrirtæki.

Fyrirlesturinn verður í gegnum Skype.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024