Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi
Samtök gegn ofbeldi í Reykjanesbæ (SGOR) standa fyrir fyrirlestri um kynferðislegt ofbeldi á morgun. Fyrirlesturinn verður haldinn í 88 Húsinu og mun verkefnastjóri verkefnisins Blátt áfram, Svava Björnsdóttir, halda fyrir lesturinn. 88 Húsið verður opnað kl. 20:00 og eru allir hvattir til þess að mæta.
Blátt áfram er forvarnaverkefni vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum og mun Svava fjalla um eflingu forvarna til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi áður en það á sér stað.