Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrirlestur um börn og psoriasis og opið hús í Bláa Lóninu Lækningalind
Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 15:18

Fyrirlestur um börn og psoriasis og opið hús í Bláa Lóninu Lækningalind

- í tilefni alheimsdags psoriasis.

Alheimsdagur psoriasis verður haldinn föstudaginn 29. október. Í ár er megináherslan á börn og psoriasis. Í tilefni þess mun Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, halda erindi um börn og psoriasis í Bláa Lóninu – Lækningalind kl. 15.00 föstudaginn 29. október.

Opið hús verður í Lækningalindinni frá kl. 10.00 – 16.00 föstudaginn 29. október og frá kl. 09.00 – 15.00 laugardaginn 30. október. Börn með psoriasis og fjöldskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Kynning verður á Blue Lagoon meðferðarvörum sem eru þróaðar með þarfir psoriasis sjúklinga í huga Léttar veitingar verða í boði og frír aðgangur í lón Lækningalindar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag þjást 125 milljónir manna af psoriasis . Sjúkdómurinn er ekki smitandi og tilgangur alheimsdagsins er ekki hvað síst að fræða fólk um sjúkdóminn og vinna með þeim hætti gegn fordómum gagnvart þeim er þjást af psoriasis. Alheimsdagur psoriasis var fyrst haldinn árið 2004 og hefur hann verið haldinn árlega frá þeim tíma.