Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrirlestraröð í Garði og Sandgerði fyrir fjölskyldur og einstaklinga á erfiðum tímum
Fimmtudagur 30. október 2008 kl. 14:07

Fyrirlestraröð í Garði og Sandgerði fyrir fjölskyldur og einstaklinga á erfiðum tímum


Næstu sex fimmtudagskvöld mun kirkjan í Garði og Sandgerði í samvinnu við Sveitarfélagið Garð og Sandgerðisbæ standa fyrir fyrirlestrarröð þar sem fjallað verður um brýn mál er tengjast fjölskyldum og einstaklingum á erfiðum tímum í íslensku samfélagi.

Fjallað verður um fjármál, næringarfræði, hvernig hægt er að drýgja matinn, um samskipti innan fjölskyldunnar og hvernig við getum styrkt og hlúð að hverju öðru á erfiðum tímum.

Fyrsti fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 30. október kl. 20 í safnaðarheimilinu í Sandgerði, þá mun sr.Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur flytja fyrirlestur er ber yfirskriftina “Fjölskyldan og sjálfsmyndin þegar að þrengir”. Í fyrirlestrinum verður fjallað um viðbrögð fjölskyldunnar þegar tekist er á við kreppu og áfall í ljósi breyttra samfélagsaðstæðna. Mikilvægt er að kynslóðirnar geti hlúð að hver annarri og varðveitt yngsta fólkið.

Fyrirlestrarnir verða haldnir til skiptis í Garði og Sandgerði. Hver fyrirlestur hefst á stuttri helgistund. Boðið verður upp á kaffi og umræður eftir hvern fyrirlestur.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir að kostnaðarlausu. Sérstaklega eru foreldrar og þeir sem að vinna með börnum og ungu fólki hvattir til að sækja fyrirlestrana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024