Fyrirlestari frá Startup Iceland í Eldey
Í dag frá kl. 15 - 17.
Sherwood Neiss verður sérlegur gestur í Eldey frumkvöðlasetri í dag, þriðjudaginn 3. júní, frá kl. 15 - 17 en hann er einn af fyrirlesurunum í Startup Iceland sem nú stendur yfir. Sherwood er sérfræðingur í crowd funding fyrir sprotafyrirtæki og mun hann flytja stutt erindi auk þess sem boðið verður upp á spurningar og svör og vinnustofu með þátttakendum. Fólk er hvatt til að nýta sér þetta tækifæri og láta sem flesta vita sem gætu haft áhuga. Fundurinn verður haldinn í Svaninum, fyrirlestrarsal, og er öllum opinn.