Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirhuguð fráveita affallsvatns úr Svartsengi kærð
Sunnudagur 3. febrúar 2013 kl. 20:14

Fyrirhuguð fráveita affallsvatns úr Svartsengi kærð

Landvernd hefur lagt fram kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matskyldu fráveitu úr Svartsengi í sjó. HS Orka ætlar sér að leggja fráveitu frá hitaveitu sinni í Svartsengi til að drena talsvert affallsvatn sem kemur úr borholum á svæðinu.

Lögnin verður lögð niður að sjó og samkvæmt upplýsingum frá HS Orku er einnig stefnt að því að tengja hana við Eldvörp fari svo að umhverfismat verði jákvætt fyrir tilraunaborholum þar.

Affallsvatn veldur nokkrum ama í Svartsengi. Ekki er hægt að keyra framleiðslu þar á fullum afköstum vegna mikls affallsvatns sem teygir sig nú víða um hraunið í kringum vinnslusvæðið og Bláa lónið. Kísill verður til þess að hraunholur stíflast og vatnið fer því ekki í jörðu. Stjórnendur HS Orku telja því nauðsynlegt að dæla vatninu í sjó með umræddri framkvæmd. Fulltrúar Landverndar hafa áhyggjur af því landraski sem fylgt gæti framkvæmdum við fráveituna og kærðu því ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024