Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrirhugað Helguvíkurálver fékk ekki losunarheimildir
Föstudagur 28. september 2007 kl. 17:33

Fyrirhugað Helguvíkurálver fékk ekki losunarheimildir

Fyrirhugað álver í Helguvík er ekki á meðal þeirra fimm fyrirtækja sem fá losunarheimildir nú vegna gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2008 til 2012. Sömu sögu er að segja af Tomahawk Development sem hefur uppi áform um byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kynnti í dag niðurstöður fyrstu úthlutunar losundarheimilda þar sem þetta kemur fram.
Þau fimm fyrirtæki sem fá losunarheimildir nú eru Sementsverksmiðjan á Akranesi, Íslenska járnblendifélagið, Alcan í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Alls koma 10,5 milljónir tonna til úthlutunar og fá ofangreind fyrirtæki 8,6 milljónir tonna af þeim kvóta.

Fjórar umsóknar til viðbótar bárust um losunarheimildir. Í greinargerð úthlutunarnefndarinnar segir að í þessari niðurstöðu felist að nú sé aðeins úthlutað til starfandi atvinnureksturs og miðað sé við umfang starfsemi fyrirtækjanna  eins og hún er álitin verða á árinu 2008. 
Að mati nefndarinnar eru ekki forsendur nú til að úthluta til þeirra umsækjenda sem ekki eru starfandi þar sem mikil óvissa er enn um stöðu þeirra verkefna t.d. varðandi orkuöflun, niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfis og skipulagsforsendur. Þau fjögur fyrirtæki sem hyggja á starfsemi á árunum 2008- 2012, fá því ekki úthlutað losunarheimildir að þessu sinni.

Fyrirtækin fjögur eru Alcoa vegna Bakka við Húsavík, Norðurál vegna álvers í Helguvík, Alcan vegna álvers í Þorlákshöfn og Tomahawk Development vegna kísilverksmiðju í Helguvík.

Í greinargerðinni segir ennfremur að úthlutun losunarheimilda til allra þessara verkefna sér sett í biðstöðu auk stækkunaráforma starfandi fyrirtækja, en engum þeirra hafnað.  Nefndin telji eðlilegt að framtíðaráform þeirra fái að skýrast betur áður en hún taki mál þeirra fyrir að nýju á næsta ári. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024