Fyrirboði neðansjávargoss?
Dregið úr jarðskjálftahrinunni út af Reykjanesi sem hófst á mánudagskvöld. Talsverð virkni er ennþá á svæðinu en skjálftarnir eru nokkuð minni eða á bilinu 2 – 2,6 á Richter.
Engin merki eru um eldvirkni á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en ekki er útlokað að skjálftarnir séu fyrirboði neðansjávargoss.
Skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum í kringum Geirfugladrang um 35 km suðvestur af Reykjanesvita. Þessi hrina er þó ívíð kröftugari en gengur og gerist. All nokkrir skjálftar mældust vel yfir þrjá á Richter og sá stærsti 4,1. Hans varð vart um klukkan fimm að morgni þriðjudags og varð hann valdur að rúmruski hjá sumum íbúum Reykjanesbæjar.
Mynd: Skjálftakort Veðurstofu Íslands ar alþakið punktun sem tákna upptök skjálftanna síðustu 48 stundirnar.