Fyllum Stapann síðdegis!
Borgarafundur nr. 2 um atvinnumál á Suðurnesjum verður haldinn í Stapa í dag, fimmtudag, kl. 16:30 undir kjörorðinu Nú viljum við fá skýr svör frá stjórnvöldum. Ráðherrar úr ríkisstjórn, formaður iðnaðarnefndar, þingmenn kjördæmisins og oddvitar sveitarstjórna á svæðinu sitja fyrir svörum.
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi hvetja stjórnendur fyrirtækja til að gefa starfsfólki sínu frí frá kl. 16:30 svo fólk geti fjölmennt á fundinn. Nú skal fylla Stapann.