Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fylltu bátinn í leiðindaveðri á Breiðafirði
Valdimar GK að koma í höfn á sunnudagsmorgun í leiðindaveðri og kafaldsbyl. Texti og mynd: Skessuhorn.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl. 14:08

Fylltu bátinn í leiðindaveðri á Breiðafirði

Línubáturinn Valdimar GK frá Vogum kom til lands í Ólafsvík á sunnudaginn í leiðindaveðri. Að sögn Vigfúsar Markússonar, skipstjóra, var þetta í annað sinn á viku sem Valdimar landar í Ólafsvík. „Við erum með fullfermi, eða 103 tonn. Vorum á veiðum vestarlega á Breiðarfirði og það í skítaveðri, en þrátt fyrir slæma veðráttu allan túrinn náðist þessi afli og er greinilega mikill fiskur á þessum slóðum,“ sagði Vigfús þegar hann kom að landi.

Löndun hófst svo úr Valdimar eftir hádegi og sá Fiskmarkaður Snæfellsness um löndun og var ekið með fiskinn suður til vinnslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024