Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyllti innkaupakerru af varningi og stal
Miðvikudagur 22. janúar 2020 kl. 09:19

Fyllti innkaupakerru af varningi og stal

Þjófnaður úr verslun í Reykjanesbæ hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum. Eftirlitsmyndavélar í versluninni sýna hvar karlmaður kom inn með innkaupakerru, fyllti hana af varningi, gekk að sjálfsafgreiðslukassa, tók þar burðarpoka sem hann lagði ofan á vörurnar í kerrunni og gekk svo út með hana án þess að borga.

Meðal þess hann tók voru 19 pakkar af kjúklingabringum, kassi af Pepsi Max svo og mikið magn af matvælum og hreinlætisvörum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Maðurinn sem grunaður er hefur komið við sögu á höfuðborgarsvæðinu vegna þjófnaðarmála.