Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyllti bensíntankinn og keyrði á brott án þess að borga
Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 14:12

Fyllti bensíntankinn og keyrði á brott án þess að borga

Viðskiptavinur bensínstöðvar í Reykjanesbæ fyllti tank bifreiðar sinnar í gær og keyrði á brott án þess að greiða fyrir bensínið. Eftir stutta leit fundu lögreglumenn bifreiðina og ökumann hennar og telst málið upplýst.
Fyrr í vikunni lék ökumaður bifreiðar sama leik á bensínstöð í Reykjavík. Virðist sem ökumennirnir séu óánægðir með samráð olíufélaganna og hafi ákveðið að ná til baka kostnaði samfélagsins vegna samráðsins.

Mynd úr myndasafni VF.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024