Fyllt í kanta á Stafnesvegi
Lagfæring á hófst nú fyrir helgi á Stafnesvegi, en eins og fram hefur komið var vegurinn orðinn afar illa farinn eftir allt álagið sem hann hefur þurft að bera í kjölfar strands Wilsons Muuga.
Hafist var handa við að fylla í kanta vegarins sem voru horfnir svo skein í moldarundirlagið. Mynduðust hvassar brúnir sem vitað er til að hafi skemmt dekk hjá íbúum á Stafnesi.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var Stafnesvegur á viðhaldsáætlun fyrir strandið og stóð til að laga hann með hækkandi sól. Í ljósi þess álags sem verið hefur á veginum verður sú áætlun endurskoðuð. þ.e. hvort meira þurfi að gera heldur en upphaflega stóð til.
Mynd: Unnið var að því nú fyrir helgi að fylla upp í uppétna kanta Stafnesvegar. VF-mynd: elg
Hafist var handa við að fylla í kanta vegarins sem voru horfnir svo skein í moldarundirlagið. Mynduðust hvassar brúnir sem vitað er til að hafi skemmt dekk hjá íbúum á Stafnesi.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var Stafnesvegur á viðhaldsáætlun fyrir strandið og stóð til að laga hann með hækkandi sól. Í ljósi þess álags sem verið hefur á veginum verður sú áætlun endurskoðuð. þ.e. hvort meira þurfi að gera heldur en upphaflega stóð til.
Mynd: Unnið var að því nú fyrir helgi að fylla upp í uppétna kanta Stafnesvegar. VF-mynd: elg