Fylgst með þremur skútum undan Sandgerði
Vaktstöð siglinga hefur síðasta sólarhringinn fylgst með þremur skútum sem hafa verið á leið til landsins frá Grænlandi. Í morgun kl. 06 voru skúturnar staddar um 30 sjómílur vestur af Sandgerði.
Ástæða var til að fylgjast vel með skútunum þar sem kröpp lægð kemur upp að landinu í dag með vondu veðri. Skúturnar eiga að vera komnar í var eða höfn áður en veðrið skellur á í dag.