Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fylgst með framgangi körfuboltaleikja á Netinu
Mánudagur 17. október 2005 kl. 14:23

Fylgst með framgangi körfuboltaleikja á Netinu

Vefur UMFN hefur í samstarfi við forráðamenn Ljónagryfjunar komið upp myndavél í Ljónagryfjunni sem er beint fyrir ofan nýja stigatöflu hússins. Þannig verða allir heimaleikir UMFN í beinni útsendingu á netinu og geta fréttaþyrstir eða þeir sem komast ekki á leiki af fylgst með gangi mála á netinu. Að sjálfsögðu sjá menn aðeins stigaskor á töflunni góðu

Ný stigatafla var nýverið tekin í notkun í Ljónagryfjunni og í Íþróttahúsi Keflavíkur og sýna þær meðal annars stigaskor einstakra leikmanna. Þannig er hægt að fylgjast með leiknum og tölfræði leikmanna á meðan á leiknum stendur.

Á vef Reykjanesbæjar segir að vefmyndavélinni hafi verið komið upp til bráðabirgða en enn á eftir að stilla hana betur og koma henni á réttan stað svo hún nái allir töflunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024