Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fylgi D-lista almennt – Fylgi A-lista frekar í yngri aldurshópum.
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 15:50

Fylgi D-lista almennt – Fylgi A-lista frekar í yngri aldurshópum.

Meirihluti kjósenda af báðum kynjum og úr öllum aldurshópum ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en A-listinn sækir fylgi sitt frekar til kvenna og yngri kjósenda, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Víkurfréttir á fylgi flokkanna í Reykjanesbæ.

Af  aðspurðum körlum sem tóku afstöðu, sögðust 73% ætla að kjósa D-lista og 64% kvenna. 20% karla sögðust ætla að kjósa A-lista en 27% kvenna. A-listinn sækir mesta fylgi sitt í aldurshópinn 18-30 ára, eða 35%. Meiri dreifing er á fylgi D-listans milli aldurshópa, en það er ívið meira í aldurshópunum 31-60 ára, samkvæmt þessari könnun.

Annars má sjá skiptinguna nánar á töflunni hér að neðan.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024