Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fylgdu Google Maps út í móa og festust
Þriðjudagur 1. september 2020 kl. 09:52

Fylgdu Google Maps út í móa og festust

Erlent par hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum í gærmorgun og sagði farir sínar ekki sléttar. Þau höfðu ætlað til Reykjavíkur en settu ranga staðarákvörðun inn í „Google Maps.“ Þau voru komin langt út fyrir Innri – Njarðvík þegar þau höfðu samband og þar að auki búin að festa bílinn. Lögregla kom þeim til aðstoðar og fylgdi þeim að afleggjaranum að Reykjanesbraut. Héldu þau svo leiðar sinnar áleiðis til Reykjavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024