Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Furðulegur fréttaflutningur DV
Sunnudagur 6. september 2009 kl. 20:59

Furðulegur fréttaflutningur DV


Á sama tíma og lögreglan á Suðurnesjum lýsti yfir ánægu sinni með það hversu vel Ljósanótt fór fram, sá vefmiðill DV ástæðu til að birta frétt með fyrirsögninni „Erill hjá lögreglu á Ljósanótt.“  Þrátt fyrir að lögreglan hafi birt fréttatilkynningu í morgun um hið gagnstæða.

Um 40 þúsund manns skemmtu sér á Ljósanótt í gærkvöldi. Skemmtistaðir bæjarins voru fullir af fólki fram á nótt. Einungis þrír af þessum 40 þúsund þurftu að gista fangageymslu vegna ölvunar og segir lögregla engin alvarleg mál hafa komið upp. Lögreglan segir í tilkynningu að Ljósanótt um helgina hafi staðið  vel undir nafni sem menningar- og fjölskylduhátíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá einnig hér.

Sjá furðufrétt DV hér.

---

VFmynd/elg - Frá árgangagöngunni í gærmorgun.