Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundur um Sundhöll í beinni útsendingu kl. 18
Fimmtudagur 1. febrúar 2018 kl. 16:49

Fundur um Sundhöll í beinni útsendingu kl. 18

- bein útsending á fésbókarsíðu Víkurfrétta

Opinn íbúafundur um verndun Sundhallar Keflavíkur verður haldinn í bíósal Duus fimmtudaginn 1. febrúar kl. 18:00. Íbúafundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta.


Á fundinum verða einnig stofnuð Hollvinasamtök Sundhallar Keflavíkur, lögð fram áskorun fundarins og undirskriftasöfnun sett á laggirnar.
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir stendur fyrir fundinum en hún stofnaði á dögunum hóp á fésbókinni sem heitir Björgum Sundhöll Keflavíkur. Yfir 2000 einstaklingar hafa gengið til liðs við hópinn á síðustu dögum.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024