Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundur Starfsgreinasambandsins í Keflavík
Föstudagur 16. maí 2003 kl. 10:58

Fundur Starfsgreinasambandsins í Keflavík

-fyrsta skrefið í komandi kjarabaráttu

Fundur fulltrúa Starfsgreinasambandsins er um helgina haldinn að Hótel Keflavík í Reykjanesbæ þar sem um 30 fulltrúar eru samankomnir. Fundurinn er fyrsta skrefið í komandi kjarabaráttu og að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er verið að brýna menn. „Við erum að fara yfir málin og brýna okkur fyrir komandi kjarabaráttu. Það er góður hugur í mönnum hér.“Fundurinn stendur alla helgina og seinnipartinn í dag fer hópurinn í heimsókn á Varnarliðssvæðið og segir Kristján að ástæðan sé sú að Varnarliðssvæðið sé stærsta atvinnusvæðið á Suðurnesjum. „Við höfum nú líka verið að grínast með það að við séum að fara að skoða tæki og tól sem nota má í komandi kjarabaráttu. Það segir sig sjálft að það getur verið erfitt fyrir hörðu „kommana“ að fara inn á Varnarliðssvæðið og skoða stríðstólin, en við erum að heimsækja atvinnusvæði Suðurnesjamanna.“
Starfsgreinasambandið var stofnað 13. október árið 2000 við samruna Verkamannasambands Íslands, Þjónustusambands Íslands og Landsambands iðnverkafólks. Aðildarfélög eru nú 35 með samtals um 40.000 félagsmenn. Starfsgreinasamband Íslands er aðili að Alþýðusambandi Íslands og er stærsta landssambandið innan ASÍ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024