Fundur í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í kvöld
Nú stendur sem hæst vinna við að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld verður fundur hjá kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er á Hótel Örk í Hveragerði. Gert er ráð fyrir þvi að listi Sjálfstæðismanna verði tilbúinn þann 30. nóvember nk. Formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar.