Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Funduðu með Þorvaldi vegna stöðunnar á Reykjanesskaganum
Ásmundur, Þorvaldur, Vilhjálmur og Birgir í Alþingishúsinu í hádeginu.
Fimmtudagur 28. desember 2023 kl. 17:39

Funduðu með Þorvaldi vegna stöðunnar á Reykjanesskaganum

Þrír þingmenn úr Suðurkjördæmi, Þeir Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson og Vilhjálmur Árnason funduðu með Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, vegna stöðurnar á Reykjanesskaganum og í Grindavík í hádeginu í dag.

„Það er stórmerkilegt að heyra í vísindamanninum og fá nákvæmari útskýringar og stöðumat hans á þá atburði sem nú hafa gengið yfir í þrjú ár. Það er skylda okkar að fylgjast með og fá sem gleggsta mynd af stöðunni. Við munum halda því áfram og fylgjast vel með breytingum frá degi til dags og huga að jarðfræði. Við eigum færa vísindamenn,“ segir Ásmundur Friðriksson í færslu á Facebook, þar sem hann deilir mynd af þingmönnunum með Þorvaldi úr Alþingishúsinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024