Fundu vel varðveitta glerperlu
Vel varðveitt, blá glerperla, hnífsblað, nagli og steinn með gati, sem líklega hefur verið notaður sem dyralóð, hafa fundist við fornleifarannsókn á landsnámsskála í Höfnun. Uppgröfturinn hófst í síðustu viku og hefur gengið vel. Búið að er að greina tvennar dyr að skálanum.
Það er Fornleifafræðistofan undir stjórn dr. Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings, sem stjórnar rannsókninni en nemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands eru í verklegu námi við rannsóknina.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fmmtudaginn.