Fundu tvo fíkniefnapoka
Tveimur pokum með kannabisefnum var komið til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og fyrradag. Annar pokanna fannst fyrir utan skemmtistað í umdæminu, þegar starfsmenn staðarins voru að vinna þar við þrif.
Hinn pokinn fannst innan dyra á öðrum skemmtistað. Þar voru starfsmenn einnig við þrif þegar þeir fundu hann undir borði. Báðir pokarnir innihéldu lítið magn af efnum.