Fundu Svörtu ekkjuna við Njarðvíkurhöfn
Þrír starfsmenn Skipaafgreiðslu Suðurnesja, þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson, Gunnar Hafsteinn Sverrisson og Þorsteinn Grétar Snorrason, fundu baneitraða könguló, hins svokölluðu Svörtu ekkju, þar sem þeir voru að störfum í skipi í Njarðvíkurhöfn í dag. Skordýrið sem þeir félagar fönguðu við gám ber saman við myndir af Svörtu ekkjunni. Köngulóin var ekki stór en var með áberandi rauðan blett á kviðnum, sem jafnframt er sérkennilegur í lögun.Þeir félagar voru ekki vissir um hvað þeir ætluðu að gera við gripinn en þáðu ábendingar um að fara með Svörtu ekkjuna til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja eða lögreglunnar og tóku jafnframt loforð af blaðamanni að snerta ekki á dýrinu.
Meðfylgjandi er ljósmynd sem Hilmar Bragi tók af köngulónni nú síðdegis.
Meðfylgjandi er ljósmynd sem Hilmar Bragi tók af köngulónni nú síðdegis.