Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu stolna Patroljeppann útlitsbreyttann á Selfossi
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 19:29

Fundu stolna Patroljeppann útlitsbreyttann á Selfossi

Nissan Patrol-bifreiðin sem saknað hefur verið frá 3. nóvember síðastliðnum er komin í leitirnar. Lögreglan á Selfossi fann bifreiðina í nótt og var einn karlmaður handtekinn í kjölfarið. Samkvæmt Þorgrími Óla Sigurðssyni, lögreglufulltrúa á Selfossi, hefur maðurinn játað verknaðinn.

„Þetta mun vera bifreiðin sem stolið var í Lyngmóa í Reykjanesbæ,“ sagði Þorgrímur Óli í samtali við Víkurfréttir í kvöld. „Búið var að setja einhverja slitminni hluti á bílinn og mála neðri hluta bílsins gráan,“ sagði Þorgrímur.

Bifreiðin er á lögreglustöðinni á Selfossi en eigandi bifreiðarinnar fær hana ekki afhenta alveg strax þar sem rannsókn málsins er ekki lokið.

„Ég er mjög sáttur við fundinn, þegar ég fæ bílinn til baka þá ætla ég mér að koma honum í samt lag,“ sagði Jón Bjarnason, eigandi bifreiðarinnar, kátur í bragði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024