Fundu kannabis og landa við húsleit
- Húsráðandi handtekinn.
Talsvert af kannabisefnum og landa fannst við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu um helgina. Það fyrsta sem blasti við sjónum lögreglumanna var glerkrukka með kannabisefni, sem húsráðandi viðurkenndi að eiga. Honum var þá tilkynnt að hann væri handtekinn. Við frekari leit fundust svo einn lítri af landa og tvær krukkur með kannabis. Jafnframt fundu lögreglumenn lón, vog og plastskál með meintu kannabis og var því efni komið fyrir í sýnapoka. Húsráðandi afsalaði sér efnunum, landanum og áhöldum til eyðingar.