Fundu hund flæktan í gaddavír í Grófinni
Félagarnir Guðmundur Ingi Margeirsson og Garðar Björgvinsson eru sannar hvunndagshetjur. Um nýliðna helgi fundu þeir félagar lítinn hund flæktan í gaddavír í Grófinni og var hann illa á sig kominn. Með hjálp Óskars Halldórssonar lögreglumanns og íbúa í nágrenninu tókst að bjarga hundinum. Var honum komið á K-9 hundahótelið og stóð til að reyna að hafa uppi á eiganda hundsins í þessari viku.
Siglfirðingurinn Þórir Kr. Þórisson sendi okkur meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum. Eins og sjá má á gaddavírsflækjunni á einni myndinni, þá getur svona rusl á víðavangi verið hættulegt bæði dýrum og börnum.
Guðmundur Ingi Margeirsson og Garðar Björgvinsson með hundinn.
Gaddavírsflækjan sem hundurinn var fastur í.