Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. október 2000 kl. 16:53

Fundu hass í Keflavík

Tveir karlmenn voru handteknir í íbúð í Reykjanesbæ sl. fimmtudag. Á þeim fannst lítilræði af kannabisefnum. Fíkniefnalögreglan gerði húsleit, þar sem rökstuddur grunur var fyrir því að fíkniefni væru falin í íbúðinni. Eitthvert magn kannabisefna fannst til viðbótar auk áhalda til fíkniefnaneyslu. Mennirnir voru færðir í yfirheyrslu, auk fleiri aðila sem taldir eru tengjast málinu. Málið er í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024