Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu fíkniefni og stöðvuðu ræktun
Mánudagur 13. maí 2013 kl. 12:17

Fundu fíkniefni og stöðvuðu ræktun

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði um helgina. Á sama stað fundust um þrjátíu grömm af amfetamíni, sem hafði verið komið fyrir í tveimur krukkum í frysti í eldhúsinu.

Upphaf máls var það, að lögregla hafði afskipti af ökumanni á fertugsaldri vegna gruns um ölvunarakstur. Þau afskipti leiddu til þess að hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða af ofangreindum sökum. Maðurinn  gaf lögreglu heimild til húsleitar á heimili sínu. Þar fannst amfetamínið og um fimmtíu kannabisplöntur í ræktun.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024