Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu fíkniefni í húsleit
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 09:07

Fundu fíkniefni í húsleit

Lögregla gerði húsleit í Reykjanesbæ í nótt og fann þar lítilræði af fíkniefnum.  Má þar nefna amfetamín, kannabis og eina e-töflu.  Málið telst upplýst að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi.  Þeir mældust á 141, 125 og 129 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024