Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. apríl 2000 kl. 17:13

Fundu eitt og hálft kíló af amfetamíni

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 1,5 kíló af amfetamíni sl. sunnudag. Söluverðmæti efnisins á götunni gæti numið á bilinu 10-30 milljónir króna eftir styrkleika, en efnarannsókn er ekki að fullu lokið. Fíkniefnadeild tollgæslunnar fann amfetamínið við leit í farangri og á líkömum fjögurra ungmenna, tveggja pilta og tveggja stúlkna, sem voru að koma frá Amsterdam. Þau voru í framhaldi af því handtekin og flutt til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, sem tók við rannsókn málsins. Báðir piltarnir og önnur stúlkan hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvær vikur, en hin stúlkan í viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024