Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu brennuvargana
Þriðjudagur 2. janúar 2007 kl. 09:53

Fundu brennuvargana

Lögreglan handtók þrjá unglingspilta í gærkvöld á vettvangi þar sem eldur logaði í byggingarefni við nýbyggingu í Vogum.  Játuðu piltarnir að hafa verið að fikta þar með skotelda og misst vald á þeim. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en talsverður eldsmatur er á svæðinu, þar sem fleiri hús eru í byggingu. Slökkvistarf gekk vel og hlaust ekki mikið tjón af.

Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024