Heklan
Heklan

Fréttir

Sunnudagur 15. janúar 2006 kl. 12:29

Fundu björgunarbát í fjöru

Klukkan 11:35 í gærmorgun var tilkynnt um björgunarbát sem lá í fjörunni við Fuglavík sunnan við Sandgerði. Þarna var útblásinn björgunarbátur með fylgibúnaði m.a. neyðarsendi sem þó var ekki í gangi.

Óskaði lögregla eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Sigurvon í Sandgerði. Þar var brugðist skjótt við og komu skömmu síðar tveir vaskir björgunarsveitarmenn á öflugri jeppabifreið með kerru. Var björgunarbáturinn fluttur á lögreglustöðina í Keflavík. Líklegt er að björgunarbátinn hafi tekið út og rekið svo upp í fjöruna.

Lögregla náði sambandi við eiganda björgunarbátsins en hann tilheyrir bát sem gerður er út frá Sandgerði. Björgunarbáturinn var svo sóttur síðdegi
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25