Fundu björgunarbát í fjöru
Klukkan 11:35 í gærmorgun var tilkynnt um björgunarbát sem lá í fjörunni við Fuglavík sunnan við Sandgerði. Þarna var útblásinn björgunarbátur með fylgibúnaði m.a. neyðarsendi sem þó var ekki í gangi.
Óskaði lögregla eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Sigurvon í Sandgerði. Þar var brugðist skjótt við og komu skömmu síðar tveir vaskir björgunarsveitarmenn á öflugri jeppabifreið með kerru. Var björgunarbáturinn fluttur á lögreglustöðina í Keflavík. Líklegt er að björgunarbátinn hafi tekið út og rekið svo upp í fjöruna.
Lögregla náði sambandi við eiganda björgunarbátsins en hann tilheyrir bát sem gerður er út frá Sandgerði. Björgunarbáturinn var svo sóttur síðdegi
Óskaði lögregla eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Sigurvon í Sandgerði. Þar var brugðist skjótt við og komu skömmu síðar tveir vaskir björgunarsveitarmenn á öflugri jeppabifreið með kerru. Var björgunarbáturinn fluttur á lögreglustöðina í Keflavík. Líklegt er að björgunarbátinn hafi tekið út og rekið svo upp í fjöruna.
Lögregla náði sambandi við eiganda björgunarbátsins en hann tilheyrir bát sem gerður er út frá Sandgerði. Björgunarbáturinn var svo sóttur síðdegi