Fundu amfetamín við húsleit
Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í Grindavík á miðvikudagskvöld og aðfararnótt fimmtudags grunaðir um vörslu fíkniefna.
Upphaf málsins var að einn mannanna var stöðvaður við almennt eftirlit lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Síðan fundust í bifreiðinni um 120 gr. af ætluðu amfetamíni. Við húsleit nokkru síðar, í heimahúsi í Grindavík, fundust til viðbótar um 10 gr. af ætluðu amfetamíni og voru hinir tveir mennirnir handteknir þar í kjölfarið.
Málið telst upplýst. Mennirnir gistu fangageymslur um nóttina en var sleppt lausum að lokinni skýrslutöku daginn eftir.
VF-mynd úr safni