Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fundu 160 kg af hassi í skútunni í Sandgerði
Umrædd skúta við bryggju í Sandgerði fyrr í sumar.
Mánudagur 28. ágúst 2023 kl. 22:54

Fundu 160 kg af hassi í skútunni í Sandgerði

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu mun fara fram á að ­gæsluv­arðhald verði fram­lengt yfir þrem­ur mönn­um sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 160 kg af hassi til lands­ins með skútu. Mikil lögregluaðgerð var í Sandgerði í júní þar sem komið var með skútuna að landi

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, staðfesti við mbl.is að óskað yrði eftir framlengdu varðhaldi. Varðhald var sein­ast fram­lengt þann 2. ág­úst um fjór­ar vik­ur og renn­ur út á morg­un.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menn­irn­ir þrír voru hand­tekn­ir þann 24. júní, tveir þeirra um borð í skút­unni fyr­ir utan Reykja­nes og sá þriðji í landi skömmu síðar. Sá elsti er fædd­ur 1970 og sá yngsti árið 2002. 160 kíló af hassi fund­ust í skút­unni og grun­ar lög­reglu að fíkni­efn­in hafi verið flutt frá Dan­mörku og áætlaður áfangastaður hafi verið Græn­land, segir í frétt mbl.is.