Fundir með framkvæmdastjórum
– Reykjanesbæjar hjá Beinni leið
Bein leið mun bjóða upp á fundi með framkvæmdastjórum Reykjanesbæjar sem munu koma kynna það sem helst er á dagaskrá á þeirra sviði og þau verkefni sem eru fyrirhuguð.
Fundirnir verða haldnir í kosningaskrifstofu Beinnar leiðar að Hafnargötu 23 á þriðjudögum og fimmtudögum.
Guðlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs mun ríða á vaðið í kvöld.
Fundirnir hefjast kl. 20:00 og eru öllum opnir.
Fylgist með á https://www.facebook.com/beinleid. Einnig er hægt að kynna sér framboðið nánar inn á www.beinleid.is