Fundir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar úr Ráðhúsi í Hljómahöll
Fundir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafa verið fluttir úr Ráðhúsi Reykjanesbæjar í Hljómahöll. Fundirnir munu fara fram í Merkinesi og gengið er beint inn í salinn frá Hjallavegi.
Aðgengi verður því mun betra en verið hefur, þar sem fundir bæjarstjórnar hafa verið í risi Ráðhússins.
Eftir sem áður verður öllum fundum bæjarstjórnar streymt í gegnum efnisveituna YouTube.
Jasmina Cranc, varabæjarsfulltrúi hjá Frjálsu afli, sótti sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í Merkinesi en þetta var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn eftir sumarfrí.