Fundin sek um líkamsárás
22 ára stúlka frá Reykjanesbæ var í dag fundin sek um líkamsárás á veitingaastað í Reykjanesbæ í október síðastliðnum. Hún var dæmd til greiðslu sektar, skaðabóta og málsvarnarlauna, samtals að upphæð rúmlega 218.000 króna.
Ákærða var sakfelld fyrir annarri stúlku andlitsáverka með hnefahöggi aðfararnótt 24. október sl. en þær höfðu rekist saman á dansgólfi með þeim afleiðingum að vatn skvettist yfir ákærðu.
Viðbrögð hennar þótti ekki í samræmi við aðstæður og þótti sektargreiðsla hæfileg refsing.
Ákærða var sakfelld fyrir annarri stúlku andlitsáverka með hnefahöggi aðfararnótt 24. október sl. en þær höfðu rekist saman á dansgólfi með þeim afleiðingum að vatn skvettist yfir ákærðu.
Viðbrögð hennar þótti ekki í samræmi við aðstæður og þótti sektargreiðsla hæfileg refsing.