Fundi um varnarsamstarf lokið
Viðræðum íslenskra ráðamanna og sendinefndar Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins lauk klukkan hálfellefu, en fundurinn var mun styttri en búist var við. Fulltrúar bandarískra stjórnvalda vildu ekki tjá sig um innihald viðræðnanna. Sögðu þeir aðeins að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar en að íslenskir aðilar myndu veita upplýsingar um fundinn.Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hins vegar enn ekki tjáð sig um fundinn, segir á Vísi.is